Return to flip book view

Sveitarfelag arsins 2023

Page 1

≈ 1 ≈Niðurstöður viðhorfskönnunar Gallup meðal félagsfólks 10 bæjarstarfsmannafélagaÁRIÐ 2023

Page 2

Sveitarfélag ársinsAnnað árið í röð er „Sveitarfélag ársins“ útnefnt á grundvelli undangenginnar könnunar. Mikill meðbyr var með könnuninni í ár og voru þátttakendur talsvert fleiri en í fyrra. Nú gefst tækifæri til að bera saman niðurstöður milli ára og greina hverju umbætur eða breytingar hafa skilað vinnustöðunum. Þá er einnig hægt að bera niðurstöður könnunarinnar saman við aðra vinnustaði en könnunin Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins eru sambærilegar við þessa og gefa mikilvægar vísbendingar um tækifæri og áskor-anir í starfsumhverfi og stjórnun sveitarfélaga. Starfsumhverfið skiptir okkur öll máliTilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Einnig er ætlunin að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum, félagsfólki stéttarfélaganna til hagsbóta. Ekki síst er tilgangurinn að veita góðum vinnustöðum viðurkenningu fyrir að hlúa vel að starfsfólki. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum úr könnuninni „Sveitarfélag ársins“ sem eftirtalin bæjarstarfsmannafélög BSRB standa að í samvinnu við Gallup: • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar• Starfsmannafélag Vestmannaeyja• Starfsmannafélag Garðabæjar• Starfsmannafélag Suðurnesja• Starfsmannafélag KópavogsGögnum var safnað á tímabilinu maí til júlí 2023. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að Gallup sendi út spurningalista samkvæmt félagatali stéttarfélaganna tíu. Kynningarbréf um könnunina var einnig sent til forráðamanna sveitarfélaganna þar sem þeim var boðin þátttaka í henni. Fjögur sveitarfélög; Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Ölfus og Fjallabyggð, þáðu boðið og fékk allt starfsfólk þeirra boð um þátttöku í könnuninni. Að lokinni úrvinnslu fá þessi sveitarfélög sendar niðurstöður úr könnuninni fyrir sitt sveitarfélag. Fjögur sveitarfélög þáðu boð um að taka þátt í könnunni „Sveitarfélagi ársins“ fyrir allt sitt starfsfólk: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Ölfus og FjallabyggðAlls voru tæplega 6.000 manns í heildarúrtaki bæjarstarfsmannafélaganna tíu en tæplega 5.400 í endanlegu úrtaki. Innsendir listar voru ríflega 1.800 og af þeim voru 1.760 notaðir við úrvinnslu eða tæp 33% af endanlegu úrtaki. Könnunin náði til félagsfólks áðurnefndra tíu bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB sem voru í 30% starfi eða meira og höfðu verið félagsfólk í a.m.k. þrjá mánuði. Félögin starfa um allt land, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. ≈ 2 ≈• Starfsmannafélag Hafnarfjarðar• Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu• FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu• Starfsmannafélag Húsavíkur• FOSA, félag opinberra starfsmanna á Austurlandi

Page 3

Mynd 1. Þátttakendur í könnuninni eftir kyni.Af 1.760 svörum bárust 405 svör frá körlum (23%) og 1.355 svör frá konum (77%). Spurningalistinn var lagður fyrir starfsfólk á netinu. Könnunin veitir mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi og stjórnun. Mælingin nær yfir fjölbreytta þætti en þannig fæst heilsteypt mynd af innra starfsumhverfi sveitarfélaganna. Þáttagreining (factor analysis) var notuð til að greina þá undirliggjandi þætti sem eru mældir. Í megindráttum komu fram níu þættir: stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægja og stolt og jafnrétti. Vægi þáttanna í heildareinkunn ákvarðast af þáttagreiningunni (sjá mynd 2) en sveitarfélögum sem komast á lista er síðan raðað eftir heildareinkunninni. Mynd 2. Vægi þátta í heildareinkunn.Heildareinkunn er vegið meðaltal úr þáttunum níu og er hún grunnur útnefningar á Sveitarfélagi ársins. Stjórnun vegur þyngst í heildarmatinu en vægi jafnréttisþáttarins og starfsanda er einnig mikið.Hvað þýðir einkunnin?Heildareinkunn og einkunnir allra þátta taka gildi á bilinu 1 til 5, þar sem 1 gefur til kynna mesta óánægju en 5 gefur til kynna mesta ánægju eða jákvæðustu afstöðuna. Til að aðstoða við túlkun niðurstaðna hafa einkunnir verið flokkaðar í fimm flokka: Mjög góð einkunn er á bilinu 4,5-5,0 – frekar góð einkunn er á bilinu 3,5-4,4 – hvorki góð né slæm einkunn er á bilinu 2,5-3,4 – frekar slæm einkunn er á bilinu 1,5-2,4 og mjög slæm einkunn er á bilinu 1,0-1,4.77% 23%Stjórnun17%Vinnu-skilyrði11%Sveigjan-leiki9%Jafnrétti13%Launa-kjör8%Ímyndvinnustaðar11%Sjálfstæði í starfi7%Starfsandi13%Ánægjaog stolt11%≈ 3 ≈Tæplega 1800 manns svöruðu könnuninni

Page 4

≈ 4 ≈Sveitarfélög á listaSamkvæmt þátttökuskilyrðum könnunarinnar þurfti svarhlutfall að vera að lágmarki 35% af útsendum spurningalistum til að sveitarfélag næði inn á lista, auk þess sem tíu svör þurftu að lágmarki að berast frá félagsfólki sem er starfandi í sveitarfélaginu. Tuttugu og eitt sveitarfélag uppfyllti þessi skilyrði, sex fleiri en í fyrra. Í töflu 1 má sjá þau sveitarfélög sem verma fjögur efstu sætin og fá sæmdarheitið Sveitarfélag ársins 2023. Þau eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Sveitarfélagið Vogar og Sveitarfélagið Skagaströnd. Grímsnes- og Grafningshreppur hreppti efsta sætið, líkt og í fyrra. Bláskógabyggð er í öðru sæti í ár, en lenti í fjórða sæti fyrir ári. Sveitarfélagið Vogar náði ekki inn á lista í fyrra en hreppir nú þriðja sætið. Sveitarfélagið Skagaströnd lenti í fjórða sæti nú en var í sjöunda sæti í fyrra. Sveitarfélög ársins Heildareinkunn Grímsnes- og Grafningshreppur* 4,403Bláskógabyggð* 4,349Sveitarfélagið Vogar 4,236Sveitarfélagið Skagaströnd 4,217* Öllu starfsfólki Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar var boðin þátttaka í könnuninni. Niðurstöður Sveitarfélagsins Voga og Sveitarfélagsins Skagastrandar byggja á svörum félagsfólks bæjarstarfsmannafélaganna sem standa að könnuninni.Tafla 1. Sveitarfélög ársinsHeildarniðurstöður – svör alls starfsfólks Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir heildarniðurstöðum könnunarinnar sem eru byggðar á svörum tæplega 1.800 manns. Hér er unnið með öll svör, hvort sem sveitarfélagið komst á lista eða ekki. Heildareinkunnin mælist 3,93 að meðaltali (á kvarðanum 1-5) og er sú sama og í fyrra. Einkunnin flokkast sem „frekar góð einkunn.“ Um átta af hverjum tíu svarendum gefa vinnustað sínum „góða“ heildareinkunn (einkunn á bilinu 3,5 til 5,0) og af þeim gefa rúm 17% „mjög góða“ einkunn, þ.e. einkunn á bilinu 4,5 til 5,0. Á mynd 3 er sýnd heildareinkunn og einkunn allra þátta úr könnuninni og samanburður við síðustu könnun. Sá þáttur sem er hæstur þetta árið er jafnréttisþátturinn með einkunnina 4,18. Í fyrra var það sjálfstæði í starfi sem var hæsti þátturinn. Lægsti þátturinn er launakjör, en sá þáttur er ávallt lægstur í könnunum sem þessum.

Page 5

Mynd 3. Heildareinkunn og einkunnir allra þátta og breyting frá síðustu mælingu. Allir svarendur, tæplega 1.800.Tvær mestu breytingarnar á þáttunum frá því í fyrra eru annars vegar á þættinum launakjör sem lækkar um 0,14 og hins vegar á þættinum sveigjanleiki vinnu sem hækkar um 0,12. Jafnréttisþátturinn hækkar líka, en minna en sveigjanleikinn. Almennt má segja að heildarniðurstöðurnar komi þægilega á óvart. Jafnrétti er mikið, samskipti eru almennt góð, sjálfstæði í starfi er mikið og fólk lýsir almennt mikilli ánægju með starf sitt. Þó er talsverður breytileiki í niðurstöðunum eftir því hver starfsemin er og hvaða starfi fólk gegnir á vinnustaðnum. Mikil óánægja er með launakjör og sést það betur á mynd 4 þegar niðurstöður eru bornar saman við svör félagsfólks Sameykis. Mynd 4. Samanburður á einkunnum þátta við Sameykisfélaga úr Stofnun ársins. Allir svarendur, tæplega 1.800.Á mynd 4 má sjá samanburð úr Sveitarfélagi ársins við niðurstöður Sameykisfélaga úr könnuninni Stofnun ársins 2022. Einkunnir Sameykisfélaga má finna í sérriti félagsins (Sameyki-stofnun ársins 2022.indd) ásamt fleiri niðurstöðum. Eins og áður sagði er könnunin „Sveitarfélag ársins“ sambærileg við könnunina „Stofnun ársins.“ Súlurnar á mynd 4 sýna hve mikið lægri eða hærri meðaleinkunnir þáttanna í Sveitarfélagi ársins 2023 eru miðað við niðurstöður Sameykis í Stofnun ársins 2022. Neikvæð tala þýðir að meðaleinkunn Sameykis er hærri en bæjarstarfsmannafélaganna en jákvæð tala að meðaleinkunn bæjarstarfsmannafélaganna er hærri en Sameykis. Sem dæmi sýnir myndin að meðaleinkunn á þættinum „ímynd vinnustaðar“ er hærri hjá bæjarstarfsmannafélögunum en Sameyki sem nemur 0,09 og að meðaleinkunn á þættinum „launakjör“ er hærri hjá Sameyki en bæjarstarfsmannafélögunum sem nemur 0,24.Breyting frá 20220,000,04-0,03-0,14-0,030,12-0,010,00-0,010,073,934,034,092,753,644,123,944,154,094,18HeildareinkunnStjórnunStarfsandiLaunakjörVinnuskilyrðiSveigjanleiki vinnuÍmynd vinnustaðarSjálfstæði í starfiÁnægja og stoltJafnrétti-0,04-0,04-0,08-0,24-0,080,040,09-0,04-0,03-0,10-0,30-0,25-0,20-0,15-0,10-0,050,000,050,100,15HeildareinkunnStjórnunStarfsandiLaunakjörVinnuskilyrðiSveigjanleiki vinnuÍmynd vinnustaðarSjálfstæði í starfiÁnægja og stoltJafnrétti≈ 5 ≈

Page 6

Stærð sveitarfélagaStarfsfólk minni sveitarfélaga (með færra starfsfólk en 100) gefur almennt heldur hærri einkunnir en starfsfólk stærri sveitarfélaga (sjá mynd 5). Það er mynstur sem er þekkt í könnunum sem þessum og var niðurstaðan sú sama fyrir ári. Mynd 5. Heildareinkunn sveitarfélaga eftir fjölda starfsfólks. Allir svarendur, tæplega 1.800.Stærð vinnustaða er almennt talin áhrifaþáttur á líðan og viðhorf starfsfólks af nokkrum ástæðum. Samhæfing ólíkra þátta í starfseminni verður t.d. flóknari með aukinni stærð en einnig lúta stærri vinnustaðir alla jafna formlegri stjórnun og meira skipulagi en minni vinnustaðir. Hvoru tveggja getur haft áhrif á aðstæður og samskipti á vinnustaðnum. Ákvarðanataka getur þannig verið tímafrekari og flóknari á stærri vinnustöðum en minni. Minni vinnustöðum geta fylgt minni formlegheit og meiri sveigjanleiki en stærri vinnustöðum og betur er hægt að taka tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna. Á móti kemur að stærri vinnustaðir hafa meiri bjargir og ættu að geta veitt starfsfólki meiri tækifæri til að takast á við stærri og fjölbreyttari verkefni. Verkefni stærri sveitarfélaga ættu að öllu jöfnu að vera viðameiri, þar ættu að jafnaði að vera meiri tækifæri til að byggja upp mannauðsdeildir sem geta veitt stjórnendum sérhæfðari aðstoð en annars væri, auk þess sem tækifæri til starfsþróunar og sérhæfingar eru oftast meiri á stærri vinnustöðum en minni. Starfsstétt og starfsemiÍ töflu 2 hér fyrir neðan má sjá mun á heildareinkunn eftir ýmsum bakgrunnsbreytum. Heildareinkunn er hærri meðal stjórnenda en annarra starfsstétta. Hæst er heildareinkunn hjá starfsfólki í „annarri starfsemi“ en lægst hjá fólki í umönnunarstörfum. Heildareinkunnin er hæst hjá fólki með lægstan starfsaldur en lægst er hún hjá fólki með starfsaldur á bilinu 8-10 ár. Stærð sveitarfélaganna skiptir máli, eins og hefur komið fram, þar sem heildareinkunnin er hæst meðal lítilla sveitarfélaga en lægst hjá þeim stærstu. Heildareinkunn Hæstu meðaltöl Lægstu meðaltölStarfsemi Önnur starfsemi Öldrunarþjónusta/dvalarheimili/félagsstarf aldraðraStarf Stjórnunarstarf Umönnunarstörf og persónuleg þjónustaStarfsaldur Skemmri en ár 8-10 árStærð sveitarfélags Lítið StórtTafla 2. Heildareinkunn eftir starfsemi, störfum og bakgrunni svaranda. 4,044,003,853,93Starfsfólk færra en 100Fjöldi starfsfólks á bilinu 100-499Með 500 og fleira starfsfólkEinkunn - allir svarendur≈ 6 ≈

Page 7

Hvernig er stjórnunin?Stjórnun vegur þyngst í heildarmatinu á „Sveitarfélagi ársins“. Þátturinn er byggður á 10 spurningum. Þar er til dæmis spurt um hvort starfsfólk beri traust til stjórnenda, hvort það fái stuðning frá yfirmanni og telji hana eða hann koma fram af sanngirni. Tæplega átta af hverjum tíu gefa stjórnun „góða“ einkunn, þ.e. einkunn á bilinu 3,5 til 5,0. Þar af gefa tæplega 39% „mjög góða“ einkunn, þ.e. einkunn á bilinu 4,5 til 5,0. Meðaleinkunnin sem starfsfólk gefur stjórnendum vinnustaðarins er 4,03 (mæld á kvarðanum 1-5). Mat á stjórnun er hæst í leikskólunum, félags- og velferðarþjónustu og stjórnsýslu en lægst í öldrunarþjónustu, íþróttamannvirkjum, skipulagsmálum og í málefnum fatlaðra. Þrír af hverjum fjórum bera fullt traust til stjórnendaEin spurning í þættinum lítur að því hvort fólk beri fullt traust til stjórnenda. Niðurstöður sýna að þrír af hverjum fjórum eru sammála því að þeir beri fullt traust til stjórnenda (sjá mynd 6). Mynd 6. „Ég ber fullt traust til stjórnenda stofnunarinnar“. Allir svarendur, tæplega 1.800. Starfsfólk leik- og grunnskóla ber mest traust til stjórnenda en starfsfólk í öldrunarþjónustu ber minnst traust til stjórnenda. Af ólíkum starfshópum þá er það síst starfsfólk í öryggis- og eftirlitsstörfum sem ber traust til stjórnenda en mest traust bera stjórnendur og sérfræðingar til stjórnenda. Sammála 75%Ósammála12%Hvorki né13%≈ 7 ≈

Page 8

Hvernig er starfsandinn? Einkunn fyrir starfsanda er 4,09. Ríflega átta af tíu gefa starfsanda „góða“ einkunn, þ.e. einkunn á bilinu 3,5 til 5,0. Stjórnendur eru ánægðastir starfsstétta, eins og oft er, en starfsfólk í umönnunarstörfum óánægðast. Matið er byggt á þremur spurningum sem lúta að samskiptum og starfsanda, til dæmis hvort fólki komi vel saman við samstarfsfólk sitt og telji starfsanda afslappaðan og óþvingaðan. Nærri átta af hverjum tíu svarendum eru sammála því að starfsandi sé afslappaður og óþvingaður (sjá mynd 7). Mynd 7. „Mér finnst starfsandinn venjulega afslappaður og óþvingaður“. Allir svarendur, tæplega 1.800.Starfsfólk öldrunarþjónustunnar er síst sammála því að starfsandi sé afslappaður og óþvingaður, eða ríflega fjórðungur. Til samanburðar þá eru aðeins 8% ósammála því að starfsandi sé afslappaður og óþvingaður í grunnskólunum. Sammála 74,5%Ósammála11,4%Hvorki né14,1%≈ 8 ≈

Page 9

Er fólk ánægt með launin?Þátturinn launakjör er byggður á spurningum um ánægju með laun, sanngirni launa og samanburði á eigin launum og launum annarra á sambærilegum vinnustöðum. Launakjör eru sá þáttur könnunarinnar sem ávallt mælist lægstur, þ.e. með minnstu ánægjuna, bæði hjá stofnunum og á almennum markaði. Sama mynstur kemur fram í þessari könnun. Þátturinn mælist með einkunnina 2,75. Aðeins tæpur fjórðungur svarenda gefur launakjörum „góða“ einkunn, þ.e. einkunn á bilinu 3,5 til 5,0 og er það lægra en fyrir ári. Minni ánægja með launakjörEin spurningin í könnuninni fjallar um ánægju með launakjör. Fleiri eru óánægð með launin en ánægð (sjá mynd 8). Minni ánægja er með laun en í könnuninni fyrir ári. Fyrir ári voru tæp 35% ánægð með launin en núna tæplega 31%. Mynd 8. „Ánægja með launakjör“. Allir svarendur, tæplega 1.800.Karlar eru að jafnaði ánægðari með laun sín en konur og sama mynstur má sjá í þessari könnun. Yngstu svarendurnir, þ.e. yngri en 25 ára, eru ánægðari með laun sín en aðrir aldurshópar. Stjórnendur eru ánægðastir starfsstétta, en leiðbeinendur á leikskólum óánægðastir. Ef ánægjan er skoðuð eftir starfsemi, þá er starfsfólk stjórnsýslunnar ánægðast með laun en starfsfólk leikskólanna óánægðast. Áhugaverðir punktar um launakjör• 63% leikskólaliða eru ósammála því að laun séu ákvörðuð af sanngirni • 62% starfsfólks leikskólanna eru óánægð með launin• 65% leikskólaliða eru óánægð með launin• Nærri helmingur skrifstofufólks segist fá lægri laun en hægt væri að fá á öðrum vinnustöðum fyrir sambærilegt starf og vinnutímaÁnægð30,5%Hvorki né25,5%Óánægð44,0%≈ 9 ≈

Page 10

Hvernig eru vinnuskilyrðin?Mat á vinnuskilyrðum er fengið með sjö spurningum sem snúa að ánægju með ýmis atriði á vinnustað, t.d. loftgæði, lýsingu, hljóðvist, öryggi, o.fl. Ríflega þrír af hverjum fimm gefa vinnuskilyrðum „góða“ einkunn (mjög eða frekar góða, einkunn á bilinu 3,5-5,0) en um 7% gefa vinnuskilyrðum „slæma“ einkunn (þ.e. einkunn á bilinu 1 til 2,4). Karlar eru ánægðari með vinnuskilyrði en konur. Stjórnendur eru ánægðastir allra starfsstétta en óánægjan er mest í öryggis- og eftirlitsstörfum. Þá er starfsfólk í minnstu sveitarfélögunum mun ánægðara með vinnuskilyrði en starfsfólk í þeim stærri. Mest er ánægja með vinnuskilyrði hjá starfsfólki stjórnsýslu. Minnst er ánægjan í félags- og velferðarþjónustu. Minnst ánægja er með hljóðvist en mest ánægja er með öryggi á vinnustað, eins og sjá má á mynd 9. Slæm hljóðvist getur aukið streitu sem þegar er fyrir hendi í vinnuumhverfinu. Mikil vakning hefur verið undanfarin ár um mikilvægi hljóðvistar og m.a. hafa verið gerðar umbætur í hljóðvist leikskóla, en betur má ef duga skal, ef marka má könnunina. Mynd 9. Ánægja með vinnuskilyrði. Myndin sýnir hlutfall þess starfsfólks sem er mjög eða frekar ánægt. Allir svarendur, tæplega 1.800.46%54%56%65%69%70%81%Ánægja með hljóðvistÁnægja með loftgæðiÁnægja með vinnu- eða skrifstofurýmiÁnægja með tölvu- og tækjabúnaðÁnægja með lýsinguÁnægja með matar- og kaffiaðstöðuÁnægja með öryggi þitt á vinnustað≈ 10 ≈

Page 11

Áhugaverðir punktar um vinnuaðstöðu• 41% starfsfólks leikskólanna er óánægt með hljóðvistina • 37% starfsfólks í öryggis og eftirlitsstörfum eru óánægð með matar- og kaffiaðstöðu• 31% starfsfólks í félags- og velferðarþjónustu er óánægt með vinnu- eða skrifstofurýmiHefur starfsfólk sveigjanleika?Þátturinn um sveigjanleika í vinnu er samsettur úr fimm spurningum. Þar er til dæmis spurt hvort fólk eigi auðvelt með að samræma vinnu og fjölskyldulíf, hvort fólk hafi svigrúm til að skreppa í vinnutímanum, hvort fólk geti farið úr vinnu með litlum fyrirvara og hvort það geti tekið sumarfrí á þeim tíma sem því hentar. Flestir gefa sveigjanleika „góða“ einkunn, þ.e. einkunn á bilinu 3,5 til 5,0 eða ríflega fjórir af hverjum fimm. Einungis tæp 3% gefa sveigjanleika „slæma“ einkunn, þ.e. einkunn á bilinu 1 til 2,4 . Einkunn fyrir sveigjanleika hækkar milli ára og fleiri gefa sveigjanleika góða einkunn núna en í fyrra. Ein spurning sem tilheyrir sveigjanleikaþættinum er: „Ég hef svigrúm til að skreppa í vinnutímanum þegar nauðsyn krefur.“ Liðlega helmingur starfsfólks segist „alltaf“ eða „oftast“ geta skroppið þegar nauðsyn krefur (sjá mynd 10). Mynd 10. „Ég hef svigrúm til að skreppa í vinnutímanum þegar nauðsyn krefur.“ Allir svarendur, tæplega 1.800.Stjórnendur, sérfræðingar og fólk sem vinnur sérhæft starf sem og fólk í skrifstofustörfum segist helst geta skroppið á vinnutíma. Í minna mæli er það hægt í gæslu- og öryggisstörfum, umönnunarstörfum, framleiðslustörfum og meðal leiðbeinenda á leikskólum. Ef skoðað er svigrúm til að skreppa eftir starfsemi, þá er minnst svigrúm til að skreppa í öldrunarþjónustu og málefnum fatlaðara, en mest svigrúm í stjórnsýslu og skipulagsmálum. Sjálfstæði í starfiSjálfstæði í starfi er metið með fjórum spurningum; t.d. hversu góð tök starfsfólki finnist það hafa á starfi sínu, hversu góða yfirsýn starfsfólk telur sig hafa yfir verkefni sín og þau áhrif sem fólk hefur í starfi sínu. Almennt mælist sjálfstæði í starfi mikið en nærri níu af hverjum tíu gefa sjálfstæði „góða“ einkunn (einkunn á bilinu 3,5 til 5). Sjálfstæði í starfi vex með aldri enda nær fólk yfirleitt betri tökum á starfi sínu með tímanum og oft getur fólk líka með tímanum aðlagað starfið að styrkleikum sínum. Framreiðslustarfsfólk og stjórnendur hafa mest sjálfstæði í starfi en minnst sjálfstæði í starfi hafa leiðbeinendur í grunnskóla, skólaliðar og fólk í umönnunarstörfum og persónulegri þjónustu. Alltaf/oftast72%Stundum18%Sjaldan/-aldrei10%≈ 11 ≈

Page 12

Hver er ímynd vinnustaðanna?Mat á ímynd var t.d. fengið með spurningu um hvort starfsfólk telji notendur eða þjónustuþega hafa jákvæða afstöðu til vinnustaðarins. Hér er því um að ræða mat starfsfólks á hvert viðhorf viðskiptavina eða notenda er til vinnustaðarins. Nærri fjórir af hverjum fimm svarendum gefa ímynd vinnustaða „góða“ einkunn (einkunn á bilinu 3,5 til 5). Er starfsfólkið ánægt og stolt?Mat á ánægju og stolti er byggt á fjórum spurningum, þ.e. ánægju með starfið, líðan í starfi, hvort hægt sé að mæla með vinnustaðnum og hvort fólk sé stolt. Ríflega átta af hverjum tíu gefa ánægju og stolti „góða“ einkunn (einkunn á bilinu 3,5 til 5). Stjórnendur eru ánægðastir starfsstétta en minnst er ánægjan í öryggis- og eftirlitsstörfum. Ríflega þrír af hverjum fjórum eru sammála því að geta mælt með vinnustaðnum sem góðum vinnustað við vini en nærri níu af hverjum tíu stjórnendum eru sammála því. Hvernig er með jafnréttið?Jafnréttisþátturinn byggir á sex spurningum. Hluti spurninganna snýr að almennu mati á jafnrétti en einnig var spurt sérstaklega um jafnrétti kynjanna auk spurningar um fjölbreytni starfsmannahópsins. Um 86% gefa jafnrétti „góða“ einkunn á vinnustaðnum (einkunn á bilinu 3,5 til 5) og er það svipuð niðurstaða og í fyrra. Almennt virðast því vinnustaðir sveitarfélaganna standa vel að jafnréttismálum að mati starfsfólks. Ekki er marktækur munur á svörum karla og kvenna og er það nokkuð merkilegt, því iðulega hefur það verið svo í könnunum sem þessum að karlar hafa gefið jafnrétti hærri einkunn en konur.Ekki er t.d. munur á viðhorfi karla og kvenna þegar tekin er afstaða til fullyrðingarinnar: „Á mínum vinnustað finnst mér starfsfólk fá sömu tækifæri til starfsframa, óháð kyni.“ Ríflega átta af hverjum tíu eru sammála fullyrðingunni og lítill munur er á viðhorfum karla og kvenna (sjá mynd 11). Unga fólkið, yngra en 25 ára, er langánægðast með jafnréttið en elsti hópurinn er minnst ánægður. Stjórnendur eru langánægðastir starfsstétta með jafnréttið. Mynd 11. „Á mínum vinnustað finnst mér starfsfólk fá sömu tækifæri til starfsframa, óháð kyni.“ Allir svarendur, tæplega 1.800.81%83%81%11%11%11%8%6%8%Öll svörKarlKonaSammála Hvorki né Ósammála≈ 12 ≈

Page 13

LokaorðAlmennt má segja að könnunin sýni að viðhorf félagsfólks til starfsskilyrða og stjórnunar á vinnustöðum sveitarfélaganna sé jákvætt. Áberandi óánægja er þó með launin. Langmest óánægja er með laun hjá starfsfólki á leikskólum og sérstaklega hjá leikskólaliðum. Um 63% leikskólaliða eru óánægð með launin. Til samanburðar er meirihluti svarenda í stjórnsýslunni ánægður með laun.Könnunin varpar líka ljósi veikleika og áskoranir í starfsumhverfi sveitarfélaganna sem hugsanlega hefur svo áhrif á þjónustu þeirra. Þannig má sjá talsverða óánægju með hljóðvist, bæði hjá starfsfólki á leikskólum og íþróttamannvirkjum.Sömuleiðis má sjá óánægju fólks í öryggis- og eftirlitsstörfum með matar-og kaffiaðstöðu. Þá er áberandi veikleiki í samskiptum og stjórnun í öldrunarþjónustunni.Greinargóðar upplýsingar um starfsfumhverfi og stjórnun innan sveitarfélaganna hafa hvergi legið fyrir fyrr en nú. Þá eru endurteknar mælingar ómetanlegar til að sjá áhrif aðgerða og breytinga á starfsumhverfi og líðan starfsfólks. Mælingar sem þessar eru stjórnendum bæði aðhald og hvatning til að gera betur. Mikil samkeppni er um mannauðinn og því áríðandi að sveitarfélögin vinni stöðugt að því að bæta það starfsumhverfi sem þau bjóða sínu starfsfólki og stjórnun. Þessi könnun veitir víðtækar og greinargóðar upplýsingar og eru sveitarfélögunum gott tæki til að vinna að stöðugum umbótum. ≈ 13 ≈

Page 14

Sveitarf élögMeðaltal1. Grímsnes- og Grafningshreppur *2. Bláskógabyggð *3. Sveitarfélagið Vogar4. Sveitarfélagið Skagaströnd5. Suðurnesjabær6. Vesturbyggð7. Borgarbyggð8. Ísafjarðarbær9. Ölfus *10. Hrunamannahreppur11. Hveragerðisbær12. Rangárþing ytra13. Grindavíkurbær14. Fjarðabyggð15. Akureyrarbær16. Fjallabyggð *17. Mýrdalshreppur18. Múlaþing19. Rangárþing eystra20. Skagafjörður21. ÁrborgHeildareinkunn4,0224,4034,3494,2364,2174,1614,1124,0824,0744,0414,0344,0033,9883,9503,9333,9193,8723,8723,8673,8373,8103,705Vikmörk+/-0,08+/-0,13+/-0,11+/-0,14+/-0,20+/-0,11+/-0,24+/-0,17+/-0,21+/-0,12+/-0,27+/-0,12+/-0,13+/-0,20+/-0,16+/-0,09+/-0,09+/-0,22+/-0,16+/-0,12+/-0,12+/-0,09Stjórnun4,134,464,594,354,184,264,164,294,094,214,134,124,093,904,143,994,014,203,913,883,873,82Starfsandi4,194,474,584,284,404,284,434,354,384,203,974,184,124,044,094,103,954,153,974,104,013,92Launakjör2,943,733,272,693,613,063,122,873,212,693,132,632,882,782,672,533,062,793,062,912,642,39Vinnuskilyrði3,704,364,154,033,893,853,713,383,813,903,913,693,553,713,603,613,453,203,433,453,483,43Sveigjanleiki vinnu4,224,534,324,594,504,324,404,334,214,334,074,174,184,304,154,023,954,094,124,023,954,02Sjálfstæði í starfi4,214,464,464,294,304,404,334,234,144,274,324,124,134,134,214,214,054,134,233,914,034,06Ímynd sveitarfélags3,974,194,294,144,194,204,034,023,933,883,924,114,033,903,773,953,903,783,793,993,753,574,204,584,474,714,364,374,334,344,244,254,174,164,194,224,104,134,063,853,923,994,003,79JafnréttiÁnægja og stolt4,274,604,524,514,374,364,214,414,314,204,384,324,314,274,224,264,114,184,173,964,153,95Svarhlutfall50-59%35-49%50-59%60-69%35-49%35-49%35-49%35-49%35-49%35-49%35-49%35-49%50-59%35-49%35-49%35-49%70-79%50-59%50-59%35-49%35-49%* Þessi sveitarfélög buðu öllu starfsfólki þátttökuA.m.k. 75% sveitarfélaga eru með lægri einkunnA.m.k. 25% sveitarfélaga eru með hærri einkunn og 50% eru með lægri einkunnA.m.k. 50% sveitarfélaga eru með hærri einkunn og 25% eru með lægri einkunnA.m.k. 75% sveitarfélaga eru með hærri einkunn≈ 14 ≈Einkunnir einstakra sveitarfélaga (alls 830 svarenda)

Page 15