simplebooklet thumbnail

icelandic version

Greppikló og ævintýri hans

í Evrópu

KIDS READ THE WORLD 2015

icelandic part including french items

Einu sinni fyrir langa löngu var Greppikló í snjónum á Íslandi, við Stígvélagarðinn rétt við sjóinn.

 

Greppikló sá            í snjónum, horfði í hann og breyttist samstundis í prinsessu.

 

 

Þá kom                sem breytti Greppikló aftur með munninum sínum.

 

Þá komu                         og þeir flugu til Greppikló og þeir hittu líka trúð í                          .                          í

 

                     og                      byrjuðu að hoppa og skoppa út móa. En Greppikló fór upp á stórt eldfjall og fann þar tungllaga gleraugu. Greppikló setti þau á sig og breyttist í tungl. Og tunglið fór beint upp í geiminn en                   í                     hjálpaði því aftur niður með því að hoppa upp og dansa.

 

               

               horfði aftur í            og breyttist aftur í Greppikló. Og Greppikló fór í leikskólann Holt og lék

 

sér við börnin.

 

POlish part including icelandic items

Efst á toppi eldfjallsins sem var nálægt leikskólanum Holti, uppgötvaði Greppikló skrýtna                     . Hann fór inn í flugvélina og dyrnar lokuðust samstundis. Flugvélin fór upp í loftið og skyndilega heyrði hann í  býflugu börnunum frá Póllandi, þar sem þau voru að leika sér í feluleik í garðinum. Þá ákvað Greppikló að fljúga til Póllands og býflugurnar hjálpuðu honum til að rata. Þegar Greppikló var að fljúga yfir hafið tók hann eftir stórum öldum og                 á öldunum í björgunarvestum. Þegar Greppikló lenti í garðinum kom        .

 

Greppikló varð rennandi blautur en sem betur fer var flugvélin þvegin mjög vel og var svo hrein að hún glitraði í sólinni eins og gull. Í félagsskap barnanna renndi Greppikló sér niður í kolanámu, djúpt undir jörðinni. Þar hitti hann Skarbnik (Fjársjóðsmanninn) – sem var góður draugur námunnar, hann gaf Greppikló nokkra einstaka                            .

 

Greppikló varð mjög glaður. Í einum ganginum í námunni fann hann                     . Greppikló klifraði niður                   með                    beint til vina sinna í Slóveníu.

slovenian part including polish items

Greppikló horfði í kringum sig og varð mjög undrandi, hann hafði enga hugmynd hvar hann væri. Hann stóð fyrir framan stóra byggingu og heyrði hlátur og söng.

Hann opnaði       og s kyndilega stóð hann í herbergi sem var fullt af börnum, það voru börn frá Slóveníu, litlar maríuhænur. Þau voru öll að borða súkkulaði           og lyktin var svo góð að Greppikló langaði í eina líka. Börnin bjuggu til eina fyrir hann og hún var mjög sérstök klígjuleg pönnukaka. Greppikló tók bita og skyndilega kom mjög skrýtin lykt svo börnin hlupu út. Á lóðinni óx stórt tré. Greppikló vissi ekki að þetta væri mjög sérstakt talandi tré

          og hann byrjaði að klifra upp tréð.

 

En tréð hvarf og Greppikló lá á jörðinni og skyndilega heyrði hann hlátur og epli hitti hann í höfuðið. Börnin tóku Greppikló með sér í ferð niður að sjónum. Þau voru að synda og þar var              í felum.

 

Hann kitlaði Greppikló með fálmurunum sínum og Greppikló hló og hló.

 

Sem betur fer flaug              framhjá og tók Greppikló til vina sinna á Spáni. 

Spanish part including slovenian items

 Tíu vængja fiðrildið og Greppikló voru að fljúga yfir La Rioja á Spáni þegar þau heyrðu skyndilega í             . Þeir steinsofnuðu. Börnin frá Herce, ellefu litlar ljósaflugur, fundu þau á gólfinu og vöktu þau með ljósunum sínum. Þetta var dásamlega óvænt ánægja fyrir Greppikló. Hann varð svo glaður að hitta nýja vini. Af því þetta var um nótt, leiddu ljósaflugurnar frá C.R.A. Alto Cidacos, Greppikló að þorpinu Enciso, þar sem þau hittu          . Þau átu svo mikið af nammi að þau fengu í magann og sofnuðu. Þegar þau vöknuðu voru þau svolítið dösuð, hrösuðu og duttu í ánna Cidacos. Áin bar þau til Arnedillo, rétt hjá heitum lindum. Þau böðuðu sig í lindunum og sáu þar eitthvað skínandi sem var töfrahringur. Greppikló setti         á eina af tánum sínum og skyndilega fann enginn lengur til í maganum og þau voru öll flutt til bæjarins Préjano. Þá byrjaði að                 .

 

Það var svo fyndið en Greppikló varð blautur og að breytast í marga liti.

 

Mary Poppins var í Préjano og Greppikló tók            hennar sem sendi hann beint til nágranna okkar í Frakklandi.

French  part including spanish items

Greppikló lenti á leikvellinum meðan frönsku börnin voru í frímínútum. Hann vildi leika líka og klifraði upp á rennibrautina. En rennibrautin brotnaði. Börnin byrjuðu að gráta. En Elliot einn af börnunum,  þóttist vera töframaður og lagði til að allir færu í froskahlaup með        hans. Þau eltu öll Elliot og hoppuðu og hoppuðu, aftur og aftur. Næsta dag ákváðu börnin að fara í sirkus og Greppikló fór með. Þau voru að horfa á tígrisdýraatriði og Greppikló vildi endilega leika við þessar stóru kisur. Hann náði í skottið á einni og skottið varð lengra, lengra og lengra.

 

Svo langt að                 gerði sveiflandi snöru úr því og henti Greppikló og börnunum út á akur sem var rétt hjá. Greppikló datt ofan á sólblóm og braut öll laufblöðin á því.             byrjaði að gráta. En á meðan tárin flæddu eins og stórir, daprir,  syngjandi                     , vökvuðu þeir blómið að nýju. Og það sem gerðist voru Töfrar!! Ný regnbogalaufblöð birtust. Skammt frá var lítill skógur rétt við sjóinn. Þau ákváðu að fara þessa leið. Í skóginum fundu þau kofa. Í kofanum var lak. Þau tóku lakið en skyndilega hurfu þau undir það. Og           byrjaði að fljúga með ósýnilega Greppikló og ósýnilegu börnin sem hlógu.

Þegar þau lentu voru þau í töfralandi sem þau þekktu samstundis. Þar var stór flói með húsum sem byggð voru á stilkum yfir sjóinn, kolanáma, fjöll og skógar, kastali og lítil á. Enginn spurning!! Þetta var Lalaland sem þau bjuggu til með sínum Evrópsku vinum. Og veistu hvað?? Allir vinirnir frá Íslandi, Póllandi, Slóveníu og Spáni biðu eftir þeim !!

Etwinning project 2015

Kids read the world

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Thanks for watching...