Return to flip book view

Sveitarfélag ársins 2022

Page 1

≈ 1 ≈ÁRIÐ 2022Niðurstöður viðhorfskönnunar Gallup meðal félagsmanna 10 bæjarstarfsmannafélaga

Page 2

Hafa markmið með vinnutímastyttingu náðst?„Því miður þá urðu það okkur vonbrigði að sjá sveitarfélögin standa langt að baki ríki og Reykjavíkurborg í að tryggja starfsfólki sínu fulla vínnutímastyttingu og þá bót sem í henni felst. Mönnunarvandi leikskólanna opinberaðist líka þegar innleiða átti styttinguna og þar hefur gengið sérstaklega illa. Hins vegar hefur gengið betur í vaktavinnunni en búast mátti við.“Arna Jakobína Björnsdóttir,formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu Sveitarfélag ársins hefur göngu sínaKönnunin „Sveitarfélag ársins“ hóf göngu sína nú í vor og er stefnt að því að hún verði árlegur viðburður. Niðurstöður könnunarinnar veita afar mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi á vinnustöðum sveitarfélaganna og samanburð við aðra vinnustaði. Hægt er að bera niðurstöður þessarar könnunar saman við sambærilegar kannanir sem gerðar eru meðal ríkisstarfsmanna og á almennum markaði þar sem Sameyki og VR standa að gerð samskonar kannana.Starfsumhverfið skiptir okkur öll máliTilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Einnig er ætlunin að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum, félagsfólki stéttarfélaganna til hagsbóta. Ekki síst er tilgangurinn að veita góðum vinnustöðum viðurkenningu fyrir að hlúa vel að starfsfólki. Hér á eftir verður gert grein fyrir helstu niðurstöðum úr könnuninni „Sveitarfélag ársins“ sem eftirtalin bæjarstarfsmanna-félög BSRB standa að í samvinnu við Gallup: • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar• Starfsmannafélag Vestmannaeyja • Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu• Starfsmannafélag Garðabæjar • FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu• Starfsmannafélag Suðurnesja • Starfsmannafélag Húsavíkur• Starfsmannafélag Kópavogs • Félag opinberra starfsmanna á AusturlandiGögnum var safnað á tímabilinu apríl til júní 2022. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að Gallup sendi út spurningalista samkvæmt félagsmannaskrá frá stéttarfélögunum tíu. Kynningarbréf um könnunina var einnig sent til forráðamanna sveitarfélaganna þar sem þeim var boðin þátttaka í henni og greiða sveitarfélögin fyrir þátttöku. Tvö sveitarfélög, Grímsnes- og Grafningshreppur og Flóahreppur, þáðu boðið og fékk allt starfsfólk þeirra boð um þátttöku í könnuninni. Í lok úrvinnslu fengu sveitarfélögin síðan sendar niðurstöður hennar. ≈ 2 ≈

Page 3

Framkvæmd könnunarFleiri sveitarfélög lýstu áhuga á að vera með í könnuninni og gætu tekið þátt í henni á næsta ári því áformað er að könnunin verði gerð árlega.Alls voru tæplega 5000 manns í heildarúrtaki bæjarstarfsmannafélaganna tíu en tæplega 4700 í endanlegu úrtaki. Þar af voru tæplega 1400 svör notuð í úrvinnslu eða tæp 30% af endanlegu úrtaki.Spurningalisti var lagður fyrir starfsfólk á netinu. Mælingin náði yfir ólíka þætti en þannig fæst heilsteypt mynd af innra starfsumhverfi sveitarfélaganna. Þáttagreining (factor analysis) er notuð til að greina þá undirliggjandi þætti sem eru mældir. Í megindráttum komu fram níu þættir: stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægja og stolt og jafnrétti. Vægi þáttanna í heildareinkunn ákvarðast af þáttagreiningunni (sjá mynd 1) en sveitarfélögum sem komast á lista er síðan raðað eftir heildareinkunninni. Mynd 1. Vægi þátta í heildareinkunn.77% 23%Mynd 2. Þátttakendur í könnuninni eftir kyni.Af tæplega 1.400 svörum barst 321 svar frá körlum (23%) og 1068 svör frá konum (77%). ≈ 3 ≈Eru laun mikilvægasti þáttur starfa?„Já, launin eru að sjálfsögðu eitt af því mikilvægasta sem að við horfum í, jöfn laun og mannsæmandi. En auðvitað eru starfsánægja, traust og virðing líka gríðarlega mikilvægir þættir.“Edda Davíðsdóttir,formaður Starfsmannafélags Mosfellsbæjar

Page 4

Sveitarfélög á listaSamkvæmt þátttökuskilyrðum könnunarinnar þurfti svarhlutfall að vera að lágmarki 35% af útsendum spurningalistum til að sveitarfélag næði inn á stigalista, auk þess sem tíu svör þurftu að lágmarki að berast frá félagsmönnum sem eru starfandi í sveitarfélaginu. Fimmtán sveitarfélög uppfylltu þessi skil-yrði. Könnunin náði til félagsmanna áðurnefndra tíu bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB sem voru í 30% starfi eða meira og höfðu verið félagsmenn í a.m.k. þrjá mánuði. Félögin starfa um allt land, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Fimmtán sveitarfélög með heildareinkunnÍ töflu 2 má sjá þau fimmtán sveitarfélög sem komust á lista, raðað eftir heildareinkunn. Sveitarfélögin sem verma fjögur efstu sætin fá sæmdarheitið Sveitarfélag ársins 2022. Þau eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Flóa-hreppur og Bláskógabyggð.Sveitarfélög á lista Heildareinkunn Sveitarfélög á lista Heildareinkunn Grímsnes- og Grafningshreppur* 4,346 Dalvíkurbyggð 3,934Hrunamannahreppur 4,336 Rangárþing eystra 3,832Flóahreppur* 4,198 Ísafjarðarbær 3,820Bláskógabyggð 4,158 Borgarbyggð 3,790Múlaþing 4,049 Árborg 3,785Grindavíkurbær 4,042 Skagafjörður 3,758Skagaströnd 4,037 Ölfus 3,705Akureyrarbær 3,940Tafla 2. Sveitarfélög ársins.*Öllu starfsfólki Grímsnes- og Grafningshrepps og Flóahrepps var boðin þátttaka í könnuninni. Niðurstöður annarra sveitarfélaga byggja á svörum félagsfólks bæjarstarfsmannafélaganna sem standa að könnuninni. Heildareinkunn tekur gildi á bilinu 1-5. Einn er lægsta einkunnin og fimm sú hæsta. Í töflu 2b má sjá niðurstöður fyrir alla níu þættina sem mældir voru fyrir sveitarfélögin 15.Meðaltal 3,982 +/-0,11 4,06 4,18 3,05 3,81 4,08 4,13 3,87 4,13 4,19 1. Grímsnes- og Grafningshreppur* 4,346 +/-0,09 4,52 4,45 3,82 4,24 4,26 4,40 4,40 4,57 4,23 60-69%2. Hrunamannahreppur 4,336 +/-0,15 4,44 4,52 3,29 4,36 4,41 4,30 4,30 4,48 4,48 35-49%3. Flóahreppur* 4,198 +/-0,15 4,47 4,31 3,34 3,86 4,20 4,28 4,05 4,48 4,38 35-49%4. Bláskógabyggð 4,158 +/-0,20 4,24 4,30 3,17 4,20 4,15 4,22 4,02 4,25 4,46 35-49%5. Múlaþing 4,049 +/-0,17 4,24 4,39 3,24 3,54 4,15 4,03 3,85 4,29 4,35 35-49%6. Grindavíkurbær 4,042 +/-0,23 4,04 4,16 3,11 3,96 4,26 4,27 3,91 4,21 4,19 50-59%7. Skagaströnd 4,037 +/-0,20 3,97 4,23 3,13 3,95 4,34 4,15 4,00 4,08 4,25 60-69%8. Akureyrarbær 3,940 +/-0,09 4,01 4,18 2,45 3,83 4,02 4,20 3,87 4,14 4,20 35-49%9. Dalvíkurbyggð 3,934 +/-0,22 3,83 4,35 3,08 3,82 4,06 4,15 3,72 3,96 4,23 35-49%10. Rangárþing eystra 3,832 +/-0,22 3,94 4,10 2,99 3,45 3,93 3,97 3,83 4,03 3,98 35-49%11. Ísafjarðarbær 3,820 +/-0,13 3,84 4,03 3,12 3,83 3,97 3,91 3,31 3,93 4,17 35-49%12. Borgarbyggð 3,790 +/-0,16 3,96 4,09 2,72 3,44 3,87 3,96 3,67 3,95 4,03 50-59%13. Árborg 3,785 +/-0,09 3,90 3,99 2,77 3,44 3,98 3,96 3,73 3,96 3,99 35-49%14. Skagafjörður 3,758 +/-0,15 3,78 3,90 2,87 3,61 3,69 4,12 3,72 3,93 3,94 35-49%15. Ölfus 3,705 +/-0,19 3,72 3,76 2,66 3,69 3,96 3,97 3,67 3,72 3,90 35-49%Tafla 2b. Einkunnir einstakra sveitarfélaga.*Allt starfsfólk þessara sveitarfélaga tók þátt í könnuninniA.m.k. 75% stofnana eru með lægri einkunnA.m.k. 25% stofnana eru með hærri einkunn og 50% eru með lægri einkunnA.m.k. 50% stofnana eru með hærri einkunn og 25% eru með lægri einkunnA.m.k. 75% stofnana eru með hærri einkunn≈ 4 ≈

Page 5

Heildarniðurstöður – svör alls starfsfólks (tæplega 1400 svarendur)Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir heildarniðurstöðum könnunarinnar sem eru byggðar á svörum tæplega 1400 manns. Hér er unnið með öll svör, hvort sem sveitarfélagið komst á lista eða ekki. 3,933,994,122,893,674,004,153,954,104,113,954,064,202,913,754,124,183,784,094,274,264,304,443,454,174,374,394,354,354,45HeildareinkunnStjórnunStarfsandiLaunakjörVinnuskilyrðiSveigjanleiki vinnuSjálfstæði í starfiÍmynd stofnunarÁnægja og stoltJafnréttiSveitarfélag ársins Sameykisfélagar 2021 (sérrit) FA 2022 - allir þátttakendur (af vef VR) Mynd 3. Heildareinkunn og einkunnir allra þátta – allir svarendur.Á mynd 3 er heildareinkunn og einkunn allra þátta úr könnuninni í samanburði við niðurstöður Sameykisfélaga í könnuninni Stofnun ársins 2021 og heildarniðurstöðu allra sem tóku þátt í könnuninni Fyrirtæki ársins 2022, hvort sem viðkomandi var félagsmaður í VR eða ekki. Einkunnir Sameykisfélaga má finna í sérriti félagsins (www.sameyki.is/kannanir/stofnun-arsins-2021) ásamt fleiri niðurstöðum. Heildarniðurstöður úr könnuninni Fyrirtæki ársins 2022 má sjá á heimasíðu VR (www.vr.is/kannanir/fyrirtaeki-arsins-2022/lykilthaettirnir-niu) ásamt fleiri áhugaverðum niðurstöðum. Eins og áður sagði er könnunin Sveitarfélag ársins sambærileg við framangreindar kannanir.Áberandi er í þessum samanburði hve mikill munur er á svörum félagsmanna bæjarstarfsmannafélaganna og þeirra sem eru á einkamarkaði en lítill munur á svörum félagsmanna bæjarstarfsmannafélaganna og félagsmanna Sameykis. Hvaða baráttumál eru mikilvægust á vinnumarkaði í dag?„Við þurfum að leggja áherslu á að tryggja og auka kaupmátt launa. Til að svo geti orðið verðum við að fá stjórnvöld að borðinu með okkur.“Árný Erla Bjarnadóttir, formaður FOSS stéttarfélags í almannaþjónustu≈ 5 ≈

Page 6

Almennt má segja að heildarniðurstöðurnar komi þægilega á óvart. Samskipti eru almennt góð, sjálfstæði í starfi er mikið og fólk lýsir almennt mikilli ánægju með starf sitt. Þó er talsverður breytileiki í niðurstöðunum eftir því hver starfsemin er og hvaða starfi fólk gegnir á vinnustaðnum. VAL BYGGIR Á HEILDAREINKUNNHeildareinkunnin er vegið meðaltal úr þáttunum níu og hún er grunnur útnefningar á Sveitarfélagi ársins 2022 (sjá mynd 4). Stjórnun vegur þyngst í heildarmatinu en vægi jafnréttisþáttarins og vinnuskilyrða er einnig mikið. Hvað þýðir einkunnin? Heildareinkunnin og einkunnir þátta taka gildi á bilinu 1 til 5, þar sem 1 gefur til kynna mesta óánægju en 5 gefur til kynna mesta ánægju eða jákvæðustu afstöðuna. Til að aðstoða við túlkun niðurstaðna hafa einkunnir verið flokkaðar í fimm flokka: Mjög góð einkunn er á bilinu 4,5-5; frekar góð einkunn á bilinu 3,5-4,4; hvorki góð né slæm einkunn er bilinu 2,5-3,4; frekar slæm einkunn á bilinu 1,5-2,4; og mjög slæm einkunn er einkunn á bilinu 1-1,4. Meðaleinkunnin sem starfsfólk gefur vinnustaðnum er 3,93 (mæld á kvarðanum 1-5). Það flokkast sem „frekar góð einkunn.“ Nærri átta af hverjum tíu svarendum gefa vinnustað sínum „góða“ heildareinkunn (einkunn á bilinu 3,5 til 5,0) og af þeim gefa rúm 16% „mjög góða“ einkunn, þ.e. einkunn á bilinu 4,5 til 5,0. Starfsfólk minni sveitarfélaga (færri en 100 starfsmenn) gefur heldur hærri einkunnir en starfsfólk stærri sveitarfélaga (sjá mynd 4).4,051 2 3 4 53,893,90Færri en 100 starfsmenn100-499 starfsmenn500 starfsmenn og fleiriMynd 4. Heildareinkunn sveitarfélaga eftir fjölda starfsmanna.Stærð vinnustaða er almennt talin áhrifaþáttur á líðan og viðhorf starfsfólks af nokkrum ástæðum. Samhæfing ólíkra þátta í starfseminni verður t.d. flóknari með aukinni stærð en einnig lúta stærri vinnustaðir alla jafna formlegri stjórnun og meira skipulagi en minni vinnustaðir. Hvoru tveggja getur haft áhrif á aðstæður og samskipti á vinnustaðnum. Ákvarðanataka getur þannig verið tímafrekari og flóknari á stærri vinnustöðum en minni. Einnig eru almennt minni form-legheit og meiri sveigjanleiki á minni vinnustöðum en stærri og betur hægt að taka tillit til aðstæðna hvers og eins. Á móti kemur að stærri vinnustaðir hafa meiri bjargir. Verkefnin eru þannig yfirleitt viðameiri, meiri tækifæri eru til að byggja upp mannauðsdeildir sem geta veitt stjórnendum sérhæfðari aðstoð en annars væri, auk þess sem tækifæri til starfsþróunar og sérhæfingar eru oftast meiri á stærri vinnustöðum en minni. Er hugað nægjanlega að jafnvægi vinnu og fjölskyldulífs á vinnumarkaði?„Með styttingu vinnuvikunnar erum við á réttri leið en það er baráttumál sem er búið að berjast fyrir í tugi ára. Allar breytingar taka tíma og við munum sjá þær enn betur í framtíðinni í formi minni vinnu og meiri tíma félagsmanna með fjölskyldum sínum.“Unnur Sigurmarsdóttir, formaður Starfsmannafélags Vestmannaeyja≈ 6 ≈

Page 7

Heildareinkunn er hærri meðal stjórnenda með mannaforráð en annars starfsfólks. Starfsfólk grunnskóla og stjórnsýslu gefur einnig hærri heildareinkunn en annað starfsfólk. Í töflu 3 má sjá þann mun á heildareinkunn sem er mest áberandi í könnuninni. Til dæmis er áberandi að öldrunarþjónustan kemur verr út í stjórnunar- og samskiptaþáttum miðað við aðra starfsemi sem skilar sér svo í lægstu heildareinkunninni í samanburði við aðra starfsemi sveitarfélaganna.Heildareinkunn Hæstu meðaltöl Lægstu meðaltölStarfsemi Grunnskóli Öldrunarþjónusta/dvalarheimili/ félagsstarf aldraðraStarf Stjórnendur Öryggis- og eftirlitsstörfMannaforráð Já NeiStarfsaldur Skemmri en ár 4-7 árTafla 3. Heildareinkunn eftir starfsemi, störfum og bakgrunni svaranda. HVERNIG ER STJÓRNUNIN?Stjórnun vegur þyngst í heildarmatinu á Sveitarfélagi ársins. Þátturinn er byggður á 10 spurningum, til dæmis hvort starfsfólk beri traust til stjórnenda, hvort það fái stuðning frá yfirmanni og telji hana eða hann koma fram af sanngirni. Tæplega átta af hverjum tíu gefa stjórnun „góða“ einkunn, þ.e. einkunn á bilinu 3,5 til 5,0. Þar af gefa tæplega 40% „mjög góða“ einkunn, þ.e. einkunn á bilinu 4,5 til 5,0. Meðaleinkunnin sem starfsfólk gefur stjórnendum vinnustaðarins er 3,99 (mæld á kvarðanum 1-5). Einkunn fyrir stjórnun er hærri hjá starfsfólki grunnskólanna en í annarri starfsemi. Hún er einnig há hjá starfsfólki leikskóla og starfsfólki félags- og velferðarþjónustu. Lægstu einkunnina gefur starfsfólk íþróttamannvirkja, sundlauga og skíðasvæða og starfsfólk öldrunarþjónustu, dvalarheimila og/eða félagsstarfs aldraðra. Þrír af hverjum fjórum bera fullt traust til stjórnendaEin spurning í þættinum lítur að því hvort fólk beri full traust til stjórnenda. Niðurstöður sýna að rúmlega þrír af hverjum fjórum eru sammála því að þeir beri fullt traust til stjórnenda (sjá mynd 5). Ósammala13%Hvorki/né11%Sammála76%Mynd 5. Ég ber fullt traust til stjórnenda stofnunarinnar. Eru öll störf jafn mikilvæg?Já, ég er tvímmælalaust þeirrar skoðunar að öll störf skipti máli. Við þurfum líka að leggja áherslu á að vinna saman að því markmiði að auka árangur einstaklinga og vinnustaða.Ástríður Sigþórsdóttir,formaður Starfsmannafélags Suðurnesja≈ 7 ≈

Page 8

Starfsfólk grunnskólanna ber mest traust til stjórnenda en starfsfólk í öldrunarþjónustu minnst (öldrunarþjónusta/dvalar-heimili/félagsstarf aldraðra). Síst er það starfsfólk í öryggis- og eftirlitsstörfum sem ber traust til stjórnenda en mest traust bera stjórnendur og skrifstofufólk til stjórnenda. HVERNIG ER STARFSANDINN? Einkunn fyrir starfsanda er 4,12 (mæld á kvarðanum 1-5 þar sem einn er lægst og fimm er hæst). Mikill meirihluti svarenda gefur starfsanda „góða einkunn“ eða tæplega 83%. Starfsfólk skipulagsmála, gatnamála, framkvæmdamála, áhaldahúsa og viðhaldsmála er ánægðast (4,26) með starfsandann en starfsfólk öldrunarþjónustu langóánægðast. Þá eru stjórnendur ánægðastir (4,23) með starfsandann af starfsstéttunum sem eru mældar. Minnst er ánægjan með starfsandann hjá starfsfólki í öryggis- og eftirlitsstörfum. Matið er byggt á þremur spurningum sem lúta að samskiptum og starfsanda, til dæmis hvort fólki komi vel saman við sam-starfsfólk sitt og telji starfsanda afslappaðan og óþvingaðan. Nærri átta af hverjum tíu svarendum eru sammála því að starfs-andi sé afslappaður og óþvingaður (sjá mynd 6). Ósammala10%Hvorki/né12%Sammála78%Mynd 6. „Starfsandi er venjulega afslappaður og óþvingaður.“ ER FÓLK ÁNÆGT MEÐ LAUNIN?Þátturinn launakjör er byggður á spurningum um ánægju með laun, sanngirni launa og samanburði á eigin launum og launum annarra á sambærilegum vinnustöðum. Launakjör er sá þáttur könnunarinnar sem ávallt mælist lægstur, þ.e. með minnstu ánægjuna, bæði hjá stofnunum og á almennum markaði. Sama mynstur kemur fram í þessari könnun. Þátturinn mælist með einkunnina 2,89 (mæld á kvarðanum 1-5 þar sem einn er lægst og fimm er hæst). Aðeins 28% svar-enda gefa launakjörum „góða einkunn.“ Karlar eru að jafnaði ánægðari með laun sín en konur. Yngstu svarendurnir, þ.e. á aldrinum 34 ára og yngri, eru ánægðari með laun sín en aðrir aldurshópar. Fólk í öryggis- og eftirlitstörfum, sem og stjórnendur, er ánægðara með laun sín en aðrar starfsstéttir. Þá er starfsfólk minni sveitafélaga, með færri en 100 starfsmenn, mun ánægðara með launin en starfsfólk stærri sveitafélaga. Starfsfólk stjórnsýslu er langánægðast með laun ef launaþátturinn er skoðaður eftir starfsemi en starfsfólk leik-skólanna óánægðast með launin. Er kulnun í starfi vaxandi vandamál?„Kulnun í starfi er einn af þeim þáttum sem verður að skoða betur. Kannanir sýna að starfsmenn í ákveðnum starfstéttum upplifa kulnun í meira mæli en aðrir. Mikilvægt er að skoða hvað veldur og hvaða þættir geti legið þar að baki.“Marta Ólöf Jónsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs≈ 8 ≈

Page 9

Hvað einkennir góða stjórnun á vinnustað?„Þar sem góð stjórnun er fyrir hendi á vinnustað fær starfsmaðurinn tækifæri til starfsþróunar í öruggu og hvetjandi starfsumhverfi. Starfsumhverfið byggist á góðri samvinnu starfsmanna og stuðningi yfirmanna. Mönnun er nægileg og vinnuaðstaða í fullkomnu lagi, verkefni eru skilgreind og tækifæri skapað til virkrar sí- og endurmenntunar.“ Karl Rúnar Þórsson,formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar Ein spurningin í þættinum fjallar um ánægju með launakjör. Álíka margir eru ánægðir með launakjör sín og óánægðir (sjá mynd 7). Óánægð39%Hvorki/né27%Ánægð35%Mynd 7. Ánægja með launakjör. HVERNIG ERU VINNUSKILYRÐIN?Mat á vinnuskilyrðum er fengið með sjö spurningum sem snúa að ánægju með ýmis atriði á vinnu-stað, t.d. loftgæðum, lýsingu, hljóðvist og fleiru. Ríflega þrír af hverjum fimm gefa vinnuskilyrðum „góða“ einkunn (mjög eða frekar góða, einkunn á bilinu 3,5-5,0) en um 7% gefa vinnuskilyrðum „slæma“ einkunn (á bilinu 1 til 2,4). Karlar eru ánægðari með vinnuskilyrði en konur. Stjórnendur eru ánægðastir allra starfs-stétta en óánægjan er mest í öryggis- og eftirlitsstörfum. Þá er starfsfólk í minnstu sveitar-félögunum mun ánægðara en starfsfólk í þeim stærri. Mest er ánægja með vinnuskilyrði hjá starfsmönnum stjórnsýslu. Minnst er ánægjan í félags- og velferðarþjónustu. HEFUR STARFSFÓLK SVEIGJANLEIKA?Þátturinn um sveigjanleika í vinnu er samsettur úr fimm spurningum. Þar er til dæmis spurt hvort fólk eigi auðvelt með að samræma vinnu og fjölskyldulíf, hvort fólk hafi svigrúm til að útrétta í vinnutímanum, hvort fólk geti farið úr vinnu með litlum fyrirvara og hvort það geti tekið sumarfrí á þeim tíma sem því hentar. Flestir gefa sveigjanleika „góða“ einkunn eða um fjórir af hverjum fimm. Einungis tæp 5% gefa sveigjanleika „slæma“ einkunn. Starfsfólk í sérfræðistörfum sem krefjast háskólamenntunar og skrifstofufólk gefur sveigjanleika mun hærri einkunn en aðrar starfsstéttir. Lægstu einkunn gefur starfsfólk í öryggis- og eftirlitsstörfum. Þá dregur úr ánægju með sveigjanleika með aukinni stærð sveitarfélaga. Ein spurning sem tilheyrir sveigjanleikaþættinum er: „Ég hef svigrúm til að útrétta í vinnutímanum þegar nauðsyn krefur.“ Liðlega helmingur starfsfólks segist „alltaf“ eða „oftast“ geta útréttað þegar nauðsyn krefur (sjá mynd 8). ≈ 9 ≈

Page 10

Stundum20%Sjaldan/aldrei22%Alltaf/oftast58%Mynd 8. „Ég hef svigrúm til að útrétta í vinnutímanum þegar nauðsyn krefur.“ Allir svarendur, ríflega 1.300.SJÁLFSTÆÐI Í STARFISjálfstæði í starfi er metið með fjórum spurningum; t.d. hversu góð tök starfsfólki finnist það hafa á starfi sínu, hversu góða yfirsýn það telji sig hafa yfir verkefni og þau áhrif sem fólk hefur í starfi sínu. Almennt mælist sjálfstæði í starfi mikið en nærri níu af hverjum tíu gefa sjálfstæði „góða“ einkunn (á bilinu 3,5 til 5). Sjálfstæði í starfi vex með aldri enda nær fólk yfirleitt betri tökum á starfi sínu með tímanum og oft getur fólk líka með tím-anum aðlagað starfið smám saman að styrkleikum sínum. Stjórnendur með mannaforráð gefa hærri einkunn fyrir þennan þátt en annað starfsfólk enda hafa þeir að jafnaði meiri áhrif, meiri aðgang að upplýsingum og betri aðgang að björgum vinnu-staðarins en annað starfsfólk.HVER ER ÍMYND VINNUSTAÐANNA?Mat á ímynd er fengið með þremur spurningum, t.d. spurningu um hvort starfsfólk telji viðskiptavini eða þjónustu þegar hafa jákvæða afstöðu til vinnustaðarins. Hér er því um að ræða mat starfsfólks á hvert viðhorf viðskiptavina eða notenda er til vinnustaðarins. Nærri fjórir af hverjum fimm svarendum gefa ímynd „góða einkunn“ (á bilinu 3,5 til 5). ER STARFSFÓLKIÐ ÁNÆGT?Mat á ánægju og stolti er byggt á fjórum spurningum, þ.e. ánægju með starfið, líðan í starfi, hvort viðkomandi er tilbúin(n) að mæla með vinnustaðnum og hvort viðkomandi er stolt(ur) af vinnustaðnum. Ríflega átta af hverjum tíu gefa ánægju og stolti „góða“ einkunn (einkunn á bilinu 3,5 til 5). Starfsfólk í stjórnunarstöðum, ásamt skrifstofufólki, er ánægðast og stoltast af öllum starfsstéttunum. Minnst er ánægjan og stoltið í öryggis- og eftirlitsstörfum. Starfsfólk minnstu sveitarfélöganna er ánægðara og stoltara en starfsfólk stærri sveitar-félaga. Ef borin eru saman svör starfsfólks í ólíkri starfsemi er ánægjan mest í grunnskólunum en minnst í öldrunar-þjónustunni. EN HVERNIG ER MEÐ JAFNRÉTTIÐ?Jafnréttisþátturinn byggir á sex spurningum sem snúa að jafnrétti, bæði almennum spurningum um jafnrétti en einnig jafn-rétti kynjanna auk spurningar um fjölbreytni starfsmannahópsins. Rúmlega átta af hverjum tíu gefa jafnrétti „góða“ einkunn á vinnustaðnum (einkunn á bilinu 3,5 til 5).Hvað gerir vinnustað góðan? „Góð samskipti á vinnustað eru grunnur þess að öllum líði vel og að þar ríki traust og umburðarlyndi milli starfsmanna og stjórn-enda. Allir þurfa að geta gengið glaðir til starfa og eiga þess kost að upplifa starf sitt mikilvægt og vel metið.“Gunnar Hrafn Gunnarsson,formaður Starfsmannafélags Garðabæjar≈ 10 ≈

Page 11

Karlar gefa jafnrétti hærri einkunn en konur og er það iðulega svo í spurningum um jafnrétti að karlar telja frekar að jafnrétti sé til staðar en konur, jafnt á vinnustaðnum sem og almennt í samfélaginu. Stjórnendur eru langánægðastir með jafnrétti allra starfsstétta. Starfsfólk minnstu sveitarfélaganna er ánægðara með stöðu jafnréttis en starfsfólk stærri sveitarfélaganna. Munurinn er þó ekki mikill milli karla og kvenna. Ekki er t.d. munur á viðhorfi karla og kvenna þegar spurt er: „Á mínum vinnustað fá karlar og konur fá sömu tækifæri til starfsframa.“ Mikill meirihluti bæði karla og kvenna er sammála full-yrðingunni (sjá mynd 9). 85%87%84%10%7%10%6%6%6%AllirKarlKonaSammála Hvorki né ÓsammálaMynd 9. „Á mínum vinnustað fá karlar og konur fá sömu tækifæri til starfsframa.“ Allir svarendur, ríflega 1.300.Að mati starfsfólks virðast því vinnustaðir sveitarfélaganna almennt standa vel að jafnréttismálum.LokaorðAlmennt má segja að þessi frumraun í gerð könnunarinnar Sveitarfélag ársins sýni jákvætt viðhorf félagsfólks í störfum hjá sveitarfélögunum. Áberandi óánægja er þó með launin og er áhugavert að sjá hversu miklu munar á mati starfsfólks sveitar-félaganna á launakjörum og þeirra sem starfa á almennum markaði. Þá er áberandi hve illa leikskólarnir koma út í mati á launakjörum miðað við aðra starfsemi. Könnunin varpar líka ljósi á veikleika og áskoranir í starfsumhverfi sveitarfélaganna sem hugsanlega hefur svo áhrif á þjónustu þeirra. Þannig má sjá talsverða óánægju fólks við öryggis- og eftirlitsstörf með matar- og kaffiaðstöðu og skrifstofu-rými. Í þessum störfum má einnig sjá óánægju með stjórnun og vantraust á stjórnendum vinnustaðanna. Einnig má sjá mikla óánægju starfsfólks leikskóla með hljóðvist. Þá er áberandi veikleiki í stjórnun og samskiptum í öldrunarþjónustunni. Könnunin er því mikilvægt tól fyrir félögin sem standa að könnuninni til að sjá hvar styrkleikar liggja og hvar pottur er brotinn í starfsumhverfi félagsmanna.≈ 11 ≈

Page 12

≈ 12 ≈Sveitarfélag ársins útnefnt árlega - gefum starfsumhverfinu gaumSveitarfélag ársins er nú í fyrsta sinn útnefnt en héðan í frá er stefnt að því að könnuninn verði árviss viðburður. Tilgangurinn með könnuninni Sveitarfélag ársins er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfi aukna athygli. Henni er einnig ætlað að vekja almenna umræðu á vinnustöðum félagsmanna bæjarstarfsmannafélaganna um starfsumhverfi, stjórnun og aðra þætti sem skipta máli fyrir starfsaðstæður fólks.Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar að gera alla vinnustaði enn betri. Sveitarfélögum býðst að taka beinan þátt í könnuninni fyrir alla sína starfsmenn og þannig fá þau mjög marktæka samantekt um viðhorf sinna starfsmanna til þátta sem lúta að starfsumhverfi. Þau sveitarfélög sem taka þátt fyrir allt starfsfólk og ná a.m.k. 35% svarhlutfalli fá aðgang að niðurstöðum í rafrænu kerfi Gallup þar sem hægt er að sjá niðurstöður allra þátta og allra spurninga að baki þáttunum.Sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í næstu könnun sem gerð verður vorið 2023.Frekari upplýsingar um könnunina og skráning þátttöku:Tómas Bjarnason, Gallup; tomas.bjarnason@gallup.is / 860 1025